Svo einfalt. S-Enginn Norður &spade;ÁKDG4 &heart;10643 ⋄106 &klubs;105 Vestur Austur &spade;10932 &spade;874 &heart;D2 &heart;98 ⋄ÁKG5 ⋄D932 &klubs;Á93 &klubs;DG84 Suður &spade;6 &heart;ÁKG75 ⋄874 &klubs;K762 Suður spilar 4&heart;.

Svo einfalt. S-Enginn

Norður
ÁKDG4
10643
106
105

Vestur Austur
10932 874
D2 98
ÁKG5 D932
Á93 DG84

Suður
6
ÁKG75
874
K762

Suður spilar 4.

Vörnin er sjaldan tæknilega erfið. Það sést vel þegar spil eru skoðuð á opnu borði. Eins og hér: Vestur kemur út með Á, spilar svo 5 yfir á drottningu austurs, sem þrumar D til baka í gegnum kónginn. Einfalt í sjálfu sér.

Spilið kom upp í viðureign sterkra sveita og vannst við bæði borð. Sagnir voru samhljóða: Opnun á 1 í suður, dobl í vestur og 4 í norður. Báðir vestmenn völdu að taka strax á K og Á. Ekki gott, en rökin fyrir hinni misheppnuðu vörn eru skynsamleg: það er nóg að austur sé með K eða hjartahámann. En til að rétt sé að spila undan Á þarf austur að eiga þrjú lykilspil, D og DG. Og það er mun meiri teikning.

En getur austur leyst vandann með tígulfylgju sinni í fyrsta slag? Það er opin spurning, sem bíður til morguns.