Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason nefnir í pistli sínum að síðdegisþáttarmenn Bylgjunnar hafi leitað eftir skoðunum hans á heimildum íslenskra stjórnvalda til að greina hættu og gera áhættumat: Ég benti á greiningardeild ríkislögreglustjóra en minnti á að hér starfaði...

Björn Bjarnason nefnir í pistli sínum að síðdegisþáttarmenn Bylgjunnar hafi leitað eftir skoðunum hans á heimildum íslenskra stjórnvalda til að greina hættu og gera áhættumat:

Ég benti á greiningardeild ríkislögreglustjóra en minnti á að hér starfaði ekki leyniþjónusta og því væri ekki um forvirkar rannsóknarheimildir að ræða en margir teldu þær duga best til að hindra hryðjuverk.

Þá gætu íslensk stjórnvöld ekki tekið þátt í samstarfi ríkja á þessu sviði.

Allt skipti þetta máli og ekki óeðlilegt að þeir sem bæru ábyrgð á öryggi almennings teldu sig ekki standa nægilega vel að vígi hefðu þeir ekki þau tæki sem aðrir teldu duga best.“

Allt er þetta satt og rétt.

En þá rifjast upp skrítin umræða „umræðustjóranna“ um styrkingu á vopnabúri þeirra íslensku yfirvalda sem skipta mestu um að tryggja öryggi þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við.

Sú umræða átti það sameiginlegt með „Skaupi“ Ríkisútvarpsins að vera undarleg, ekki fyndin, og að þeir sem höfðu sig mest í frammi virtust ómeðvitaðir um að þeir væru úti á túni, þegar þeir áttu ekki að vera þar.

Það var hins vegar tilviljun að vonlausa skaupið og vélbyssurnar kostuðu það sama, 27 milljónir.