Áhöfnin á Húna hlaut viðurkenninguna í fyrra.
Áhöfnin á Húna hlaut viðurkenninguna í fyrra.
Óskað er eftir umsóknum um Eyrarrósina 2015, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, sem verður veitt í ellefta sinn sinn í mars næstkomandi.

Óskað er eftir umsóknum um Eyrarrósina 2015, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, sem verður veitt í ellefta sinn sinn í mars næstkomandi. Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík veita viðurkenninguna og hlýtur handhafi Eyrarrósarinnar kr. 1.650.000 og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann en af þeim hljóta þrjú tilnefningu til Eyrarrósarinnar og fá í sinn hlut bæði peningaverðlaun og flugmiða frá Flugfélagi Íslands.

Umsækjendur geta meðal annars verið stofnanir, tímabundin verkefni, söfn og menningarhátíðir.