Pörupiltar Þeir fræða unglinga um kynlíf.
Pörupiltar Þeir fræða unglinga um kynlíf.
Þessa dagana bjóða Borgarleikhúsið og Pörupiltar 10. bekkingum í Reykjavík á kynfræðsluuppistand. Eru um 1.200 unglingar væntanlegir í vikunni að upplifa tæplega klukkutíma langa sýninguna.

Þessa dagana bjóða Borgarleikhúsið og Pörupiltar 10. bekkingum í Reykjavík á kynfræðsluuppistand. Eru um 1.200 unglingar væntanlegir í vikunni að upplifa tæplega klukkutíma langa sýninguna.

Pörupiltar eru leikkonurnar Sólveig Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir og Alexía Björg Jóhannesdóttir sem hafa nú í níu ár komið fram sem strákarnir Dóri Maack, Nonni Bö & Hermann Gunnarsson.

Þær sýndu 10. bekkingum í Reykjavík þetta uppistand í fyrra og hafa nú hlotið styrk frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til að endurtaka leikinn. Þess má geta að tvívegis hafa Pörupiltar farið norður í Hof og frætt norðlenska unglinga um kynlíf, auk þess að hafa þýtt sýninguna á ensku og sýnt á leiklistarhátíð í Helsinki.