Börn Ýmsar aðferðir eru til að efla sjálfsmynd barna eins og komið er inn á.
Börn Ýmsar aðferðir eru til að efla sjálfsmynd barna eins og komið er inn á. — Morgunblaðið/Ómar
Á vefsíðunni www.sjalfsmynd.wordpress.com er fjallað um sjálfsmynd barna og unglinga og eru þar ýmsar tillögur að því hvernig stuðla má að jákvæðri sjálfsmynd.

Á vefsíðunni www.sjalfsmynd.wordpress.com er fjallað um sjálfsmynd barna og unglinga og eru þar ýmsar tillögur að því hvernig stuðla má að jákvæðri sjálfsmynd. Að síðunni standa námsráðgjafar, kennarar, hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar en um samstarfsverkefni er að ræða. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga auk hagnýtra ráða og góðra verkefna sem vinna má með þeim. Síðan flokkast niður í forvarnir gegn einelti, líkamsmynd, sjálfsmynd, verkefni sem styrkja líkamsmynd og verkefni sem styrkja sjálfsmynd. Ef við rýnum í síðastnefnda flokkinn má þar meðal annars finna legóverkefni sem þjálfar bæði athygli og hlustun, einkaspæjaraverkefni sem gengur út á að gagnrýna neikvæðar hugsanir, ýmsa hrósleiki og leiðir til að læra að meta eiginleika sína.

Síðan er ekki síður gagnleg fyrir fullorðna en börn og ættu allir að geta tileinkað sér atriði úr flokknum sem snýr að einelti. Til dæmis má gera vinaáætlun, halda vinadaga og búa til vinatré, svo fátt eitt sé nefnt af þessari prýðisgóðu og vönduðu síðu.