Neskirkja Prestsembætti er laust.
Neskirkja Prestsembætti er laust. — Morgunblaðið/Þorkell
Ellefu umsækjendur eru um embætti prests í Nesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Embættið veitist frá 1. febrúar næstkomandi.

Ellefu umsækjendur eru um embætti prests í Nesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Embættið veitist frá 1. febrúar næstkomandi. Umsækjendur eru: Séra Elínborg Sturludóttir, Fritz Már Berndsen Jörgensson guðfræðingur, séra Gunnar Jóhannesson, Kristinn Snævar Jónsson guðfræðingur, séra Kristján Björnsson, séra María Ágústsdóttir, séra Sigfús Kristjánsson, séra Sigurvin Lárus Jónsson, séra Skúli S. Ólafsson, séra Úrsúla Árnadóttir og séra Þórhallur Heimisson.

Frestur til að sækja um embættið rann út 7. janúar. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.

Séra Sigurður Árni Þórðarson gegndi áður embætti prests við Neskirkju en hann hefur verið skipaður sóknarprestur við Hallgrímskirkju.