Olíuverð heldur áfram að lækka og hefur ekki verið lægra í fimm og hálft ár. Verð á Brent-hráolíutunnu er nú 45 dollarar tunnan og hefur lækkað um rúm 60% frá því verð stóð sem hæst í júní í fyrra.

Olíuverð heldur áfram að lækka og hefur ekki verið lægra í fimm og hálft ár. Verð á Brent-hráolíutunnu er nú 45 dollarar tunnan og hefur lækkað um rúm 60% frá því verð stóð sem hæst í júní í fyrra.

Birgðir af hráolíu jukust um 1,75 milljónir tunna samkvæmt könnun Bloomberg-fréttaveitunnar en opinberar upplýsingar um birgðastöðu verða birtar í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin hyggjast standa við fyrirætlanir sínar um að auka olíuframleiðslu þrátt fyrir „ósjálfbært markaðsverð“ en það er haft eftir orkumálaráherra landsins, Suhail Al Mazrouei.