Málið er hálfgerður skerjagarður og engin furða þótt maður steyti við og við á einhverju. Vilji maður lofa e-n fyrir það að hafa alltaf séð „leiðir út úr þrengstu skerjum“ hvers máls er betra að segja t.d.
Málið er hálfgerður skerjagarður og engin furða þótt maður steyti við og við á einhverju. Vilji maður lofa e-n fyrir það að hafa alltaf séð „leiðir út úr þrengstu skerjum“ hvers máls er betra að segja t.d. að honum hafi jafnan tekist að sigla milli skers og báru eða stýra hjá boðum eða blindskerjum .