Svellið Þorsteinn Björnsson úr Esju með pökkinn í leiknum en Lars Föder og Brynjar Bergmann sækja að honum.
Svellið Þorsteinn Björnsson úr Esju með pökkinn í leiknum en Lars Föder og Brynjar Bergmann sækja að honum. — Morgunblaðið/Kristinn
Björninn komst að hlið Skautafélags Akureyrar á toppi Íslandsmóts karla í íshokkí í gærkvöld með því að sigra Esju, 3:0, í Skautahöllinni í Laugardal.

Björninn komst að hlið Skautafélags Akureyrar á toppi Íslandsmóts karla í íshokkí í gærkvöld með því að sigra Esju, 3:0, í Skautahöllinni í Laugardal. SA og Björninn eru bæði með 29 stig en SA á til góða heimaleik gegn SR, sem var frestað í gærkvöld vegna ófærðar og verður leikinn annað kvöld. Esja situr eftir með 13 stig í neðsta sætinu.

Gunnlaugur Guðmundsson kom Birninum yfir undir lok fyrsta leikhluta og Nicola Antonoff bætti við marki þegar sex mínútur voru eftir af öðrum hluta, 2:0. Þremur mínútum fyrir leikslok innsiglaði svo Lars Föder sigurinn með þriðja markinu eftir sendingu frá Antonoff. vs@mbl.is