Nýjasta tölublað háðstímaritsins Charlie Hebdo, það fyrsta eftir árásirnar á skrifstofur blaðsins fyrir viku þar sem tólf manns létu lífið, kom út í dag.

Nýjasta tölublað háðstímaritsins Charlie Hebdo, það fyrsta eftir árásirnar á skrifstofur blaðsins fyrir viku þar sem tólf manns létu lífið, kom út í dag. Á forsíðunni verður teikning af Múhameð spámanni grátandi með skilti sem á stendur „Ég er Charlie Hebdo“. Yfirskriftin er „Allt er fyrirgefið“. Upplag blaðsins verður þrjár milljónir eintaka, en það er alla jafna gefið út í sextíu þúsund eintökum á hverjum miðvikudegi.

Í árásinni í síðustu viku réðust hryðjuverkamenn á skrifstofur blaðsins með því markmiði að refsa starfsmönnum ritsins fyrir að hafa birt skopmyndir af Múhameð, sem þeir töldu mikil helgispjöll. Charlie Hebdo hefur orðið að tákni tjáningarfrelsis víða um heim í kjölfar árásarinnar og annarrar árásar sem var gerð á matvöruverslun gyðinga tveimur dögum síðar.