Kamerúnskar hersveitir drápu 143 Boko Haram-liða fyrir skemmstu en hryðjuverkamennirnir höfðu ráðist á herstöð í bænum Kolofata. Einn kamerúnskur hermaður lést í átökunum.

Kamerúnskar hersveitir drápu 143 Boko Haram-liða fyrir skemmstu en hryðjuverkamennirnir höfðu ráðist á herstöð í bænum Kolofata. Einn kamerúnskur hermaður lést í átökunum.

Samkvæmt frétt AFP er þetta mesta mannfall sem Boko Haram hefur orðið fyrir í Kamerún en bardaginn stóð í meira en fimm klukkustundir. Á endanum flúðu árásarmennirnir aftur til Nígeríu en hersveitirnar lögðu jafnframt hald á mikið magn vopna Boko Haram. Árásin kemur í kjölfar einnar skæðustu árásar samtakanna þar sem um tvö þúsund manns voru drepin.