Í yfirlýsingu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í gær segir að „eftir á að hyggja hefði betur farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar“ sem haldin var í París á sunnudaginn eftir árásirnar á...

Í yfirlýsingu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér í gær segir að „eftir á að hyggja hefði betur farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar“ sem haldin var í París á sunnudaginn eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo.

„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis.

Að ósk forsætisráðherra var engu að síður kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar,“ eins og segir í yfirlýsingunni.