Eiginfjárstaða 500 veltumestu fyrirtækja landsins hefur batnað eftir hrunið og skuldastaða þeirra sömuleiðis. Æskilegt væri þó út frá stöðugleikasjónarmiðum að skuldsetning þessara fyrirtækja væri minni.

Eiginfjárstaða 500 veltumestu fyrirtækja landsins hefur batnað eftir hrunið og skuldastaða þeirra sömuleiðis. Æskilegt væri þó út frá stöðugleikasjónarmiðum að skuldsetning þessara fyrirtækja væri minni.

Þetta kom fram í erindi sem Steinn Friðriksson, sérfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, flutti í gær á málstofu í Seðlabankanum í gær. Komst hann þar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fyrirtækin hefðu verið of skuldsett fyrir hrun og haft lítið svigrúm til þess að auka við skuldir sínar þegar áfallið reið yfir. Hins vegar hefði staða þeirra batnað mjög næstu ár á eftir.

Vill draga úr bjögun

„Fjármálaáfallið hafði mikil áhrif á skuldastöðu fyrirtækjanna og fjölgaði verulega fyrirtækjum með neikvætt eigið fé. Staða fyrirtækjanna batnaði mikið fyrstu fjögur árin á eftir og var orðin sögulega nokkuð góð árið 2012,“ sagði Steinn sem lagði m.a. til sem úrbætur að hlutafjáraukning yrði gerð að fýsilegri leið til fjármögnunar. 18