Kársnestríóið kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í dag og hefjast þeir klukkan 12.15. Tríóið skipa þær Guðrún Birgisdóttir á flautu, Elísabet Waage á hörpu og Svava Bernharðsdóttir á víólu.
Kársnestríóið kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í dag og hefjast þeir klukkan 12.15. Tríóið skipa þær Guðrún Birgisdóttir á flautu, Elísabet Waage á hörpu og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Á efnisskrá tónleikanna er „Dans góðu andanna“ úr óperunni Orfeusi og Evridísi eftir Christoph Willibald Gluck og Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Claude Debussy – mildir og ljúfir tónar sem að sögn flytjenda leiða gesti á göngunni inn í nýtt ár. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Líttu inn í hádeginu.