Á laugardaginn kemur verður opnuð á Vegg Þjóðminjasafnsins áhugaverð sýning, Húsin í bænum, húsamyndir Kristins Guðmundssonar frá Reykjavík á árunum 1975 til 1985. Kristinn (1934-2006) var tannsmiður og áhugaljósmyndari en starfaði einnig sem...
Á laugardaginn kemur verður opnuð á Vegg Þjóðminjasafnsins áhugaverð sýning, Húsin í bænum, húsamyndir Kristins Guðmundssonar frá Reykjavík á árunum 1975 til 1985. Kristinn (1934-2006) var tannsmiður og áhugaljósmyndari en starfaði einnig sem bókavörður. Hann var ókvæntur og barnlaus og þegar hann lést endaði myndasafn hans, um 3.500 litskyggnur, hjá Sorpu og Góða hirðinum. Starfsfólk þar lét Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni vita, eins og iðulega gerist þegar slíkt efni ratar þangað, og leiddi það til þess að forvitnilegar ljósmyndir Kristins af alls kyns húsum í borginni, sem hann virðist hafa ljósmyndað með markvissum hætti á rúmum áratug, enda nú á sýningu í safninu.