Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill taka tryggingagjald til frekari skoðunar, þrátt fyrir að fyrir liggi ákvörðun um lækkun tryggingagjalds í áföngum til 2016. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á Skattadegi Deloitte í gær.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill taka tryggingagjald til frekari skoðunar, þrátt fyrir að fyrir liggi ákvörðun um lækkun tryggingagjalds í áföngum til 2016. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á Skattadegi Deloitte í gær. „Við munum leita leiða til að lækka tryggingagjaldið eftir því sem ástandið í ríkisbúskapnum býður upp á. Það er eitt af stóru málunum fyrir atvinnulífið í landinu að halda því eins lágu og aðstæður bjóða upp á,“ sagði fjármálaráðherra.