Kalka Viðræður standa enn yfir á milli Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS) og Sorpu í Reykjavík um hugsanlega sameiningu fyrirtækjanna.
Kalka Viðræður standa enn yfir á milli Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS) og Sorpu í Reykjavík um hugsanlega sameiningu fyrirtækjanna. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á fundi stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS), sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, var m.a. farið yfir stöðu viðræðna við Sorpu í Reykjavík um mögulegt samstarf eða sameiningu fyrirtækjanna.

Á fundi stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS), sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag, var m.a. farið yfir stöðu viðræðna við Sorpu í Reykjavík um mögulegt samstarf eða sameiningu fyrirtækjanna. Meðal þess sem rætt var á fundinum voru möguleg samlegðaráhrif sameiningar og mismunandi rekstrarform, kostir sameiningar og gallar.

„Menn eru að ræða þessi mál en það liggur þó engin niðurstaða fyrir enn. Við erum bara að skoða ýmis mál,“ segir Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., og bætir við að til margra ára hafi ríkt gott samstarf á milli þessara fyrirtækja.

Viðræður um hugsanlega sameiningu hófust fyrst árið 2009 en Jón segir stöðu fyrirtækisins þá hafa verið afar erfiða. „Árið 2012 ræddum við svo aftur saman og þá vorum við enn að vinna að því að laga stöðu fyrirtækisins. Nú erum við komin inn á beinu brautina og höfum fengið lánalækkanir og um leið leyst margra ára vanda,“ segir hann og bætir við að í ljósi bættrar stöðu sé verið að fara yfir málið á ný. khj@mbl.is