Uppskera Á Edduverðlaunahátíðinni í fyrra tók Nína Dögg Filippusdóttir við verðlaunum Ingvars E. Sigurðssonar sem var valinn besti karlleikarinn.
Uppskera Á Edduverðlaunahátíðinni í fyrra tók Nína Dögg Filippusdóttir við verðlaunum Ingvars E. Sigurðssonar sem var valinn besti karlleikarinn. — Morgunblaðið/Eggert
Alls voru 104 verk nú send inn í keppnina um Edduverðlaunin, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA). Segja aðstandendur hennar að samkeppnin hafi sjaldan verið eins hörð og nú en Edduhátíðin verður 21. febrúar næstkomandi.

Alls voru 104 verk nú send inn í keppnina um Edduverðlaunin, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA). Segja aðstandendur hennar að samkeppnin hafi sjaldan verið eins hörð og nú en Edduhátíðin verður 21. febrúar næstkomandi.

Þá voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við þessi 104 kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014.

Af innsendum verkum eru sjónvarpsverk 69. Innsendar kvikmyndir eru níu, þá eru tólf heimildamyndir og sex stuttmyndir. Fjöldi innsendinga er svipaður og síðustu ár en í tilkynningu segir að sérstaka athygli veki að innsendum verkum í flokkinn „barna- og unglingaefni“ hefur fjölgað og eru þau nú tólf en voru fimm í fyrra.

Ákveðnar breytingar voru gerðar á starfsreglum Eddunnar nú. Ef innsend verk í flokk eru fleiri en tuttugu, þá verða tilnefningarnar fimm en þrjár ef innsendingar eru færri. Þá var verðlaunaflokknum sem hét „menningar- og lífsstílsþáttur“ skipt í tvo verðlaunaflokka.