Innbrot Enn er talsvert um innbrot þó brotum hafi heldur fækkað.
Innbrot Enn er talsvert um innbrot þó brotum hafi heldur fækkað.
Tilkynningum um þjófnaði hefur fækkað í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í desember voru 29% færri þjófnaðarbrot en að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Ef litið er til lengri tíma þá er fækkunin 11% miðað við sama tímabil síðustu þrjú árin.

Tilkynningum um þjófnaði hefur fækkað í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í desember voru 29% færri þjófnaðarbrot en að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Ef litið er til lengri tíma þá er fækkunin 11% miðað við sama tímabil síðustu þrjú árin. Hafa aldrei komið upp færri þjófnaðarbrot í einum mánuði frá því samræmd skráning var tekin upp hjá lögreglunni fyrir fjórtán árum.

Í skýrslu um afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir desember eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem tilkynnt hafa verið lögreglu og þær bornar saman við síðustu mánuði og síðustu ár.

Lögreglunni bárust 552 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember. Er það umtalsverð fækkun miðað við fyrri mánuði. Mest var fækkunin í þjófnaðarmálum. Kynferðisbrotum fækkaði einnig nokkuð. Tilkynnt voru 48% færri brot í mánuðinum en að meðaltali síðustu þrjá mánuðina á undan.

Ofbeldisbrotum heldur áfram að fjölga, miðað við fyrri ár, en þau voru 14% fleiri á árinu 2014 en að meðaltali síðustu þrjú ár. Brotunum hefur fjölgað á hverju ári frá 2011. Lögreglan vekur athygli á að bróðurpartur þessara brota á sér stað í miðborg Reykjavíkur á kvöldin og um helgar.

Ráðist á lögreglu

Í desember var tilkynnt um fjögur tilvik þar sem lögregla var beitt ofbeldi og þrisvar var lögreglumönnum hótað. Ofbeldi gegn lögreglu hefur aukist en hótanir eru færri en oft áður. Mikil aukning hefur orðið á undanförnum árum á tilvikum þar sem ökumenn eru staðnir að því að aka undir áhrifum ávana- eða fíkniefna. helgi@mbl.is

Tölfræði
» Umferðaróhöppum sem tengd eru ölvunarakstri fjölgaði um 55% í desember, miðað við þrjá mánuði þar á undan.
» Umferðaróhöppum sem tengd eru akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði um 17% á sama tíma.