Föstudaginn 16. janúar nk. eru liðin 20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju.

Föstudaginn 16. janúar nk. eru liðin 20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju.

Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun.

Sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Samverustundin verður sem fyrr segir haldin í Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn 16. janúar nk. kl. 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman.