Furður Kyle MacLachlan í hlutverki sínu sem Dale Cooper í Twin Peaks.
Furður Kyle MacLachlan í hlutverki sínu sem Dale Cooper í Twin Peaks.
Tilkynnt hefur verið að leikarinn Kyle MacLachlan mæti aftur til leiks sem FBI-fulltrúinn Dale Cooper í nýrri þáttaröð hinna goðsagnakenndu sjónvarpsþátta Twin Peaks.

Tilkynnt hefur verið að leikarinn Kyle MacLachlan mæti aftur til leiks sem FBI-fulltrúinn Dale Cooper í nýrri þáttaröð hinna goðsagnakenndu sjónvarpsþátta Twin Peaks. Þessir súrrealísku sjónvarsþættir leikstjórans David Lynch slógu í gegn fyrir aldarfjórðungi en í þeim rannasakaði Cooper dularfullan dauða stúlku að nafni Laura Palmer.

Upphaflega voru gerðar tvær þáttaraðir. Sú fyrri naut mikils áhorfs en það dvínaði og þegar annarri röðinni lauk, og þar með framleiðslu þáttanna, var margt í sögunni enn í lausu lofti, að mati aðdáenda hennar. Í haust var síðan tilkynnt að bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ynni að undirbúningi nýrrar þáttaraðar Twin Peaks, í samstarfi við Lynch og Mark Frost, meðhöfund hans að þáttunum.

Á mánudag var Showtime að kynna fyrir blaðamönnum efni sem þeir eru með í vinnslu þegar MacLachlan birtist óvænt á sviðinu, í hlutverki Coopers, og mælti með því að kynnirinn fengi sér bolla af snarpheitu og góðu kaffi – eins og hann var vanur að mæla með fyrir um aldarfjórðungi.

Nýju Twin Peaks-þættirnir verða níu talsins og sýndir á næsta ári. Aðdáendur þeirra munu gleðjast að heyra að Lynch og Frost semja söguna eins og áður og Lynch leikstýrir. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið staðfest munu þeir vera kvikmyndaðir á sömu slóðum og þeir fyrri, í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna.

„Ég er afar spenntur fyrir því að takast aftur á við undarlegan og dásamlegan heim Twin Peaks,“ sagði MacLachlan við blaðamamenn.

Talsmaður Showtime segir Lynch hafa gengið með þessa hugmynd um hríð, að halda sögunni áfram, og fyrir honum hafi árafjöldinn, 25, verið heillandi tala.“