Gleði 27% Íslendinga fara á jólaball.
Gleði 27% Íslendinga fara á jólaball.
Fleiri fara á jólahlaðborð og á tónleika fyrir jólin en í kirkju um hátíðarnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Capacent um jólahefðir Íslendinga.

Fleiri fara á jólahlaðborð og á tónleika fyrir jólin en í kirkju um hátíðarnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Capacent um jólahefðir Íslendinga. Samkvæmt henni fara um 56% á jólahlaðborð, 46% á tónleika og 32% fara í kirkju fyrir eða um jólin. Þetta er svipað hlutfall og í fyrra.

Hátt í 44% landsmanna borða skötu fyrir jólin, 3 af hverjum 10 skera út eða steikja laufabrauð og 27% fara á jólaball.

Á nýliðnum jólum gáfu 98% Íslendinga jólagjafir og þeir sem eru með börn á heimilinu eru líklegri til þess en þeir sem búa án barna. Rúmlega 92% eru með jólaseríur eða annað jólaskraut inanndyra, 65% eru með slíkt utandyra.

Þá styrkja rúmlega 73% fullorðinna Íslendinga góðgerðarmálefni fyrir eða um jólin.