Öflugur Andreas Nilsson er sterkur og kann að nýta færin sín á línunni.
Öflugur Andreas Nilsson er sterkur og kann að nýta færin sín á línunni. — Ljósmynd/Sænska handknattleikss.
Andreas Nilsson, línutröllið í liði Svía, er í kapphlaupi við tímann um að verða klár í slaginn þegar Svíþjóð mætir Íslandi í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Katar á föstudaginn kl. 18.

Andreas Nilsson, línutröllið í liði Svía, er í kapphlaupi við tímann um að verða klár í slaginn þegar Svíþjóð mætir Íslandi í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Katar á föstudaginn kl. 18. Nilsson meiddist á fyrstu æfingu Svía í Doha í gær þegar þessi stæðilegi leikmaður lenti illa á öðrum fætinum. Hann var fluttur á sjúkrahús í röntgenmyndatöku þar sem ljóst varð að meiðslin væru ekki alvarleg en þó er óvíst að hann verði með gegn Íslandi.

„Við vonumst til að hann verði með á föstudaginn. Andreas fékk rétta meðhöndlun strax og fóturinn hefur ekkert bólgnað upp svo heitið geti. Hann mun ekki æfa handbolta á morgun [í dag] en fær sjúkrameðferð,“ sagði talsmaður sænska landsliðsins. Nilsson leikur með ungverska meistaraliðinu Veszprém og vakti meðal annars athygli fyrir að klikka ekki á einu einasta skoti á EM í Danmörku í janúar, en hann skoraði 24 mörk. sindris@mbl.is