Þórshamar Um 500 kvartanir bárust umboðsmanni á síðasta ári.
Þórshamar Um 500 kvartanir bárust umboðsmanni á síðasta ári. — Morgunblaðið/Þórður
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alls bárust 492 kvartanir til umboðsmanns Alþingis á síðasta ári og var það nánast sami fjöldi og árið á undan. Jafnframt hóf umboðsmaður athugun á tveimur málum að eigin frumkvæði.

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Alls bárust 492 kvartanir til umboðsmanns Alþingis á síðasta ári og var það nánast sami fjöldi og árið á undan. Jafnframt hóf umboðsmaður athugun á tveimur málum að eigin frumkvæði. Afgreidd mál voru alls 558, miðað við 543 árið 2013, og fjölgaði þeim því lítillega.

Í fréttatilkynningu frá embætti umboðsmanns kemur fram að á árinu hafi afgreiðslu 430 mála verið lokið, sem svarar um 87,5% hlutfalli. Var nærri 60% þeirra mála lokið innan eins mánaðar, sem er hlutfallsleg tvöföldun frá árunum 2012 til 2013. Kemur einnig fram að nærri 96% málanna hafi verið lokið innan hálfs árs.

Í tilkynningunni kemur fram að þessi árangur hafi skilað sér í því að við áramótin hafi einungis 78 mál verið til athugunar hjá umboðsmanni og hefur sú staða ekki verið betri frá árunum 2005 og 2006. Segir einnig að vonast sé til að þessi breytta verkefnastaða muni gera kleift að auka og bæta upplýsingagjöf á heimasíðu embættisins um afgreidd mál.