Þórsarar frá Þorlákshöfn byrja nýja árið vel í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Þeir unnu í gærkvöldi Tindastól 97:95 og er það aðeins þriðja tap Skagfirðinga í deildinni í vetur.
Tómas Heiðar Tómasson var stigahæstur með 24 stig en Grétar Ingi Erlendsson var með 20 og tók 9 fráköst. Darrel Lewis skoraði 32 stig fyrir Stólana og tók 14 fráköst og Helgi Freyr Margeirsson var með 21 stig. Sú magnaða staða er uppi í deildinni að liðin í 4.-8. sæti eru öll með 14 stig og er Þór í þeim hópi. Tindastóll er hins vegar með 20 stig í 2. sæti, sex stigum á eftir toppliði KR en fjórum á undan Stjörnunni.
Snæfell kom nokkuð á óvart og vann öruggan útisigur á Haukum, 97:77. Með sigrinum komst Snæfell upp að hlið Hauka með 14 stig en Hafnfirðingar byrjuðu deildakeppnina af nokkrum krafti fyrr í vetur. Landsliðsmaðurinn Sigurður Þorvaldsson var öflugur fyrir Snæfell með 23 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Austin Magnus Bracey var stigahæstur með 25 stig. Hjá Haukum var Alex Francis mjög atkvæðamikill með 38 stig og 15 fráköst en það dugði ekki til.
Jón Axel styrkir Grindvíkinga
Skallagrími og Fjölni tókst ekki að ná sér í stig í fallbaráttunni. Skallagrímur tapaði heima fyrir Grindavík 80:95 og Fjölnir tapaði í Njarðvík 91:82. Njarðvík er í þeim hópi sem er með 14 stig en Grindavík hefur 10. Skallagrímur og Fjölnir eru með 4 stig eins og ÍR í 10.-12. sæti.Stefan Bonnea hefur komið af krafti inn í lið Njarðvíkur og hann skoraði 28 stig en hjá Fjölni varð Jonathan Mitchell stigahæstur með 24 stig.
Jón Axel Guðmundsson hefur styrkt Grindavíkurliðið verulega eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum um áramót. Hann gerði 23 stig í Borgarnesi en Tracy Smith Jr. 25 fyrir Skallagrím og nýi maðurinn, Magnús Gunnarsson var með 24.
Þór Þ. – Tindastóll 97:95
Þorlákshöfn, Dominos-deild karla, fimmtudag 15. janúar 2015.Gangur leiksins: 10:9, 17:14, 19:20, 25:24, 32:31, 34:36, 39:43, 44:48 , 51:50, 62:56, 66:67, 72:72 , 76:74, 86:79, 91:87, 97:95 .
Þór Þ .: Tómas Heiðar Tómasson 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 20/9 fráköst, Vincent Sanford 20/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 12/6 fráköst, Oddur Ólafsson 9, Þorsteinn Már Ragnarsson 8, Nemanja Sovic 4.
Fráköst : 25 í vörn, 10 í sókn.
Tindastóll : Darrel Keith Lewis 32/14 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 21, Myron Dempsey 18/6 fráköst, Darrell Flake 8/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Rafn Viggósson 5/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Pétur Rúnar Birgisson 2/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 1.
Fráköst : 23 í vörn, 17 í sókn.
Dómarar : Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson.
Skallagrímur – Grindavík 80:95
Borgarnes, Dominos-deild karla, fimmtudag 15. janúar 2015.Gangur leiksins: 9:2, 11:13, 16:17, 25:24 , 30:29, 39:33, 42:39, 48:50 , 52:57, 60:61, 62:61, 65:69 , 68:71, 70:73, 75:73, 77:77, 80:84, 80:95 .
Skallagrímur : Tracy Smith Jr. 25/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 24, Davíð Ásgeirsson 11, Sigtryggur Arnar Björnsson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 7, Egill Egilsson 2.
Fráköst : 14 í vörn, 0 í sókn.
Grindavík : Rodney Alexander 25/11 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23, Ólafur Ólafsson 18, Ómar Örn Sævarsson 11, Jóhann Árni Ólafsson 8/7 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Hilmir Kristjánsson 2.
Fráköst : 19 í vörn, 4 í sókn.
Dómarar : Björgvin Rúnarsson, Halldór Geir Jensson, Jóhannes Páll Friðriksson.
Haukar – Snæfell 77:97
Schenkerhöllin, Dominos-deild karla, fimmtudag 15. janúar 2015.Gangur leiksins: 7:5, 16:13, 22:20, 27:24 , 29:24, 30:32, 34:36, 37:44 , 43:49, 49:54, 55:56, 57:67 , 66:75, 68:79, 71:85, 77:97 .
Haukar : Alex Francis 38/15 fráköst, Haukur Óskarsson 10/6 fráköst, Kári Jónsson 8/5 stoðsendingar, Emil Barja 8/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 5/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3, Sigurður Þór Einarsson 3, Helgi Björn Einarsson 2/5 fráköst.
Fráköst : 26 í vörn, 15 í sókn.
Snæfell : Austin Magnus Bracey 25/7 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Christopher Woods 23/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 14, Stefán Karel Torfason 10/8 fráköst, Snjólfur Björnsson 2.
Fráköst : 27 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar : Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.
Njarðvík – Fjölnir 91:82
Njarðvík, Dominos-deild karla, fimmtudag 15. janúar 2015.Gangur leiksins: 7:4, 12:14, 18:18, 27:23 , 34:28, 42:38, 46:44, 47:52 , 52:55, 58:57, 63:66, 69:71 , 74:71, 79:73, 85:77, 91:82 .
Njarðvík : Stefan Bonneau 28/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 15/14 fráköst, Logi Gunnarsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5, Ragnar Helgi Friðriksson 3.
Fráköst : 22 í vörn, 11 í sókn.
Fjölnir : Jonathan Mitchell 24/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 15/8 fráköst, Sindri Már Kárason 14/4 fráköst, Valur Sigurðsson 10, Róbert Sigurðsson 10/7 stoðsendingar, Ólafur Torfason 7, Garðar Sveinbjörnsson 2.
Fráköst : 22 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar : Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Hákon Hjartarson.