Glæpahöfundur Bækur Ruth Rendell hafa notið vinsælda lesenda gegnum árin.
Glæpahöfundur Bækur Ruth Rendell hafa notið vinsælda lesenda gegnum árin.
Glæpasöguhöfundurinn vinsæli, Ruth Rendell, er á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið alvarlegt slag í síðustu viku. Samkvæmt fréttavef BBC vakir sonur hins 84 ára gamla höfundar þar yfir henni.

Glæpasöguhöfundurinn vinsæli, Ruth Rendell, er á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið alvarlegt slag í síðustu viku. Samkvæmt fréttavef BBC vakir sonur hins 84 ára gamla höfundar þar yfir henni.

Auk þess að vera afar afkastamikill höfundur og hafa sent frá sér um sextíu bækur, þá síðustu í fyrra, á Rendell sæti í bresku lávarðadeildinni. Ber hún titilinn barónessa Rendell af Babergh.

Rendell er þekktust fyrir röð sagna um lögregluforingjann Wexford. Fyrsta skáldsaga hennar, From Doon With Death , þar sem Wexford kom fyrst fram, var gefin út fyrir rúmri hálfri öld. Síðan hefur Wexford birst í rúmlega tuttugu sögum og gegnum árin hafa margar sagna Rendell verið kvikmyndaðar fyrir sjónvarp og notið mikilla vinsælda.