Í nýju ljósi Myndin sýnir hugmynd að næturlýsingu á Laugavegi. Þátttakendum var m.a. uppálagt að leggja áherslu á gangandi og hjólandi umferð.
Í nýju ljósi Myndin sýnir hugmynd að næturlýsingu á Laugavegi. Þátttakendum var m.a. uppálagt að leggja áherslu á gangandi og hjólandi umferð.
Góður borgarbragur og vettvangur fjölbreytts mannlífs voru meðal þeirra atriða sem lögð var áhersla á í hönnunarsamkeppni um endurgerð Óðinstorgs og Laugavegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs.

Góður borgarbragur og vettvangur fjölbreytts mannlífs voru meðal þeirra atriða sem lögð var áhersla á í hönnunarsamkeppni um endurgerð Óðinstorgs og Laugavegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs.

Niðurstöður samkeppninnar voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og urðu Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum, hlutskörpust um endurgerð Laugavegar. Höfundar vinningstillögunnar um Óðinstorg voru þau Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum.

Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna að endurgerð Laugavegar segir m.a. að tillagan bjóði upp á hlýlegt yfirbragð götu og feli í sér áhugaverðar hugmyndir. Um vinningstillöguna að endurgerð Óðinstorgs segir að hún virki vel sem hverfistorg fyrir íbúa og aðra og mild lýsing gefi því vinalegan blæ. Allar tillögur hönnunarsamkeppninnar verða til sýnis í Ráðhúsinu fram á mánudag. annalilja@mbl.is