Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Á meðan smásöluverslunin almennt jókst fyrir síðustu jól þá dróst fataverslun saman um rúm 2%, samkvæmt mælingu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Veldur þetta kaupmönnum miklum áhyggjum.

Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

Á meðan smásöluverslunin almennt jókst fyrir síðustu jól þá dróst fataverslun saman um rúm 2%, samkvæmt mælingu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Veldur þetta kaupmönnum miklum áhyggjum.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir fataverslun ekki hafa náð sér á strik eftir hrunið. Hafa samtökin þrýst á stjórnvöld að lækka álögur á innfluttan fatnað.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þetta sé til skoðunar. „Við höfum þegar ákveðið að skoða stöðu verslunar og þjónustu í landinu, í framhaldi af þeim stóru skrefum sem stigin voru með afnámi vörugjaldanna. Við höfum fengið skýrar vísbendingar um að fataverslun sé í auknum mæli að færast út fyrir landsteinana og það er nauðsynlegt að skoða hversu þungt opinber gjöld vega í því. Gleymum því heldur ekki að með fjölgun ferðamanna erum við kasta frá okkur tækifærum ef verslunin er ekki samkeppnishæf við verslun erlendis,“ segir Bjarni.

Fataverslunin... 6

Skapar fjölda starfa
» Nærri 1.100 félagsmenn VR störfuðu í smá- og heildsöluverslunum með fatnað og skó í nóvember sl. Þá eru stórmarkaðirnir ekki taldir með, sem selja líka föt og skó.