Tveir féllu og einn særðist í áhlaupi belgísku lögreglunnar í bænum Verviers í Belgíu gegn mönnum sem grunaðir eru um hryðjuverkaáform.
Tveir féllu og einn særðist í áhlaupi belgísku lögreglunnar í bænum Verviers í Belgíu gegn mönnum sem grunaðir eru um hryðjuverkaáform. Fulltrúi ríkissaksóknara í Belgíu sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að lögregla hefði einnig verið með víðtækar aðgerðir í Brussel, höfuðborg landsins, en grunur léki á að um hóp tíu manna væri að ræða, sem nýverið hafa snúið til Belgíu eftir að hafa tekið þátt í átökunum í Sýrlandi. Ekki væri ljóst hvort þeir hefðu haft tengsl við hryðjuverkamennina sem stóðu að árásunum í París í síðustu viku.