Gunnar Þórisson fæddist 11. júlí 1975. Hann lést 31. desember 2014.
Gunnar fæddist í Reykjavík en flutti nokkurra daga gamall austur á Lyngás í Holtum með foreldrum sínum og bræðrum.
Gunnar var sonur Þóris Sveinbjörnssonar, f. 16. mars. 1936, d. 29. janúar 2011, og Rósmarý Vilhjálmsdóttur, f. 12. nóvember 1944, d. 26. maí 1999.
Systkini Gunnars eru Ásþór Þórisson, f. 1972, kvæntur Brandi Leigh Carlsson, f. 1982. Börn þeirra eru Gabríel Þórir, f. 2010, Óðinn, f. 2015. Fyrir á Brandi tvö börn. Sigurður Ernir Þórisson, f. 1986. Hjörtur Jóhannsson, f. 1964, kvæntur Þórunni Elvu Halldórsdóttur, f. 1966. Börn þeirra eru Sjöfn Ýr, f. 1987, Rakel Sara, f. 1991, og Rósmarý, f. 1997.
Steinar Már Þórisson, f. 1968, kvæntur Elínu Maríu Þorvarðardóttur, f. 1978. Börn þeirra eru Rósmary Ýr, f. 2001, Þórir Steinn, f. 2003, og Viktor Þorvarður, f. 2006. Fyrir á Steinar Ingólf Örvar, f. 1995. Sveinbjörn Þórisson, f. 1957, var kvæntur Önnu Rut Hauksdóttur, d. 1994. Börn þeirra eru Þórir, f. 1975, kvæntur Kristjönu Dögg. Sóley, f. 1978, gift Augusto S. Quimpo Jr, d. 2006. Bjarni Steinar, f. 1987, í sambúð með Thelmu Karen. Seinni kona Sveinbjörns er María H. Ragnarsdóttir, f. 1953, og á hún eitt barn fyrir. Eiga þau sex barnabörn. Áslaug Þórisdóttir, f. 1963, d. 1965. Ásdís Þórisdóttir, f. 1966, í sambúð með Páli Theodórssyni, f. 1960. Börn þeirra eru Elva Dögg, f. 1990, í sambúð með Halldóri. Davíð Freyr, f. 1996. Eiga þau tvö barnabörn.
Gunnar bjó lengst af á Lyngási 3. Hann var í sambandi með Annettu Ragnarsdóttur og eignuðust þau saman einn son, Sindra Má Gunnarsson, f. 9. október 1996. Seinni sambýliskona Gunnars var Alessa Baumann, eignuðust þau saman eina dóttur, Mika Sóley Gunnarsdóttur, f. 14.8. 2008. Fluttu þau svo til Þýskalands 2009. Þau slitu samvistum og Gunnar flutti til Íslands sumarið 2013.
Útför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 15.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Sindri Már, Mika Sóley og fjölskylda Gunnars, bið ég Guð að blessa og styrkja ykkur í sorginni. Minningin um kæran vin og frænda lifir að eilífu. Hvíldu í friði, elsku vinur.
Áslaug og Ingólfur.