Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur hafnað boði ítalska félagsins Empoli og ákveðið að halda frekar kyrru fyrir hjá Pescara í ítölsku B-deildinni. Empoli, sem leikur í A-deildinni, hafði komist að samkomulagi við Pescara um að fá Birki að láni en Akureyringurinn sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa áhuga á að fara að láni frá félaginu. Sem stendur er Birkir því áfram leikmaður Pescara en það gæti enn breyst áður en lokað verður fyrir félagaskipti um mánaðamótin.
Birkir hefur spilað nær alla leiki Pescara í vetur þegar hann hefur ekki verið meiddur eða á ferðinni með landsliðinu. Liðið er í 11. sæti B-deildarinnar, tveimur stigum frá umspilssæti, þegar keppni í henni er hálfnuð. sindris@mbl.is