Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert Gunnþór Jónsson mun taka fram takkaskóna að nýju eftir tæplega 10 mánaða hlé frá knattspyrnuiðkun og semja við danska úrvalsdeildarfélagið Vestsjælland á næstunni, ef marka má Sören Sorgenfri, blaðamann danska blaðsins Berlingske.

Eggert Gunnþór Jónsson mun taka fram takkaskóna að nýju eftir tæplega 10 mánaða hlé frá knattspyrnuiðkun og semja við danska úrvalsdeildarfélagið Vestsjælland á næstunni, ef marka má Sören Sorgenfri, blaðamann danska blaðsins Berlingske. Sörgenfri fullyrti á Twitter-síðu sinni í gær að Eggert væri langt kominn með að semja við Vestsjælland en hann hefur verið án félags frá því að hann sagði skilið við Belenenses í Portúgal í fyrravor. Þá hafði Eggert glímt við þrálát meiðsli í nára sem hann gekkst undir aðgerð vegna í haust, og sú aðgerð virðist hafa borið árangur.

Hlé stendur nú yfir í dönsku úrvalsdeildinni en keppni hefst að nýju 20. febrúar. Vestsjælland er í fallsæti sem stendur, með 15 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti. sindris@mbl.is