Kortavelta erlendra ferðamanna á Íslandi nam um 113,3 milljörðum króna í fyrra og jókst hún úr 91,3 milljörðum eða um 24%. Kortavelta Íslendinga í útlöndum tók einnig kipp upp á við á árinu.
Kortavelta erlendra ferðamanna á Íslandi nam um 113,3 milljörðum króna í fyrra og jókst hún úr 91,3 milljörðum eða um 24%. Kortavelta Íslendinga í útlöndum tók einnig kipp upp á við á árinu. Nam veltan 89,5 milljörðum króna samanborið við 79,0 milljarða árið 2013, sem er ríflega 13% aukning. Greiðslujöfnuður landsins vegna kreditkorta var því jákvæður um tæpa 24 milljarða króna í fyrra.