Tugur Heiðmar Felixson skoraði tíu mörk í risasigrinum gegn Áströlum á HM í Portúgal.
Tugur Heiðmar Felixson skoraði tíu mörk í risasigrinum gegn Áströlum á HM í Portúgal. — Morgunblaðið/Kristinn
Ísland varð fyrst liða til að rjúfa 50 marka múrinn í leik á HM þegar liðið vann Ástralíu með 40 marka mun á HM í Portúgal 2003, 55:15. Þar með slógu strákarnir okkar met Svía sem höfðu unnið Ástralíu á HM 1999, 49:17.

Ísland varð fyrst liða til að rjúfa 50 marka múrinn í leik á HM þegar liðið vann Ástralíu með 40 marka mun á HM í Portúgal 2003, 55:15. Þar með slógu strákarnir okkar met Svía sem höfðu unnið Ástralíu á HM 1999, 49:17.

Það var Sigurður Bjarnason sem skoraði 50. mark Íslands í leiknum en það var jafnframt 300. mark hans í landsleik. Markahæstur í leiknum var hins vegar Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði 14 mörk, og Heiðmar Felixson náði einnig tveggja stafa tölu en hann skoraði 10 mörk. Aron Kristjánsson, núverandi landsliðsþjálfari, skoraði 3 mörk líkt og Dagur Sigurðsson sem nú þjálfar Þýskaland. Alls komust 11 af 12 útileikmönnum Íslands á blað í leiknum. Guðmundur Guðmundsson stýrði íslenska liðinu.

Tvö lið til viðbótar hafa náð að rjúfa 50 marka múrinn eftir að Íslandi tókst það, en Danir unnu Kanada 52:18 á HM 2005 og Spánn vann Ástralíu 51:19 á sama móti. Af öðrum metum á HM má nefna að stórskyttan Kiril Lazarov frá Makedóníu hefur skorað flest mörk í einni og sömu keppninni en hann gerði 92 mörk 2009. sindris@mbl.is