— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Haldið verður málþing um stöðu múslima, málfrelsi, trúfrelsi og þá hættu sem öfgafólk getur skapað í samfélaginu í Iðnó, laugardaginn 17. janúar kl. 13.00. Yfirskrift fundarins er: Stafar hætta af múslimum á Íslandi?

Haldið verður málþing um stöðu múslima, málfrelsi, trúfrelsi og þá hættu sem öfgafólk getur skapað í samfélaginu í Iðnó, laugardaginn 17. janúar kl. 13.00. Yfirskrift fundarins er: Stafar hætta af múslimum á Íslandi? Fundarstjóri verður Markús Þórhallsson sagnfræðingur.

Í upphafi fundar flytja eftirtaldir framsögumenn fimm mínútna innlegg: Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og trúarbragðafræðingur, Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Gústaf Níelsson, sagnfræðingur, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Nadia Tamimi, verslunarstjóri, Salvör Kristjana Gissurardóttir, háskólakennari, Sólveig Anna Jónsdóttir, leikskólaliði og Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi Að því búnu fara fram umræður og fyrirspurnir úr sal. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis