Bjarki Már Gunnarsson
Bjarki Már Gunnarsson
Fimm af 17 leikmönnum íslenska landsliðshópsins á HM 2015 voru ekki í liðinu á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór á Spáni fyrir tveimur árum.

Fimm af 17 leikmönnum íslenska landsliðshópsins á HM 2015 voru ekki í liðinu á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór á Spáni fyrir tveimur árum. Þetta eru Gunnar Steinn Jónsson og Bjarki Már Gunnarsson sem nú taka í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramóti og hins vegar Alexander Petersson, Arnór Atlason og Sigurbergur Sveinsson. Þremenningarnir hafa reynslu af þátttöku á HM. Alexander og Arnór voru í íslenska liðinu á HM 2005, 2007 og 2011 en Sigurbergur tók þátt í HM 2011 í Svíþjóð.

Alexander og Arnór gátu ekki tekið þátt í HM fyrir tveimur árum vegna meiðsla. iben@mbl.is