Í Hörgárdal Ómar við jólatré fjölskyldunnar í Laugalandsskógi.
Í Hörgárdal Ómar við jólatré fjölskyldunnar í Laugalandsskógi.
Ómar Kristinsson var staddur í ræktinni þegar blaðamaður náði tali af honum. „Verður maður ekki að kalla þetta áramótaheit? Svo kemur í ljós hvað ég endist lengi í þessu, en stefnan er nú að koma sér í einhvers konar form aftur.

Ómar Kristinsson var staddur í ræktinni þegar blaðamaður náði tali af honum. „Verður maður ekki að kalla þetta áramótaheit? Svo kemur í ljós hvað ég endist lengi í þessu, en stefnan er nú að koma sér í einhvers konar form aftur. Ég er kominn ansi langt frá því formi sem ég var í á sínum tíma,“ segir Ómar og hlær við.

Ómar keppti í frjálsum, auk handbolta og fótbolta, en nú hefur sundíþróttin forgang þar sem hann er formaður sundfélagsins Óðins á Akureyri. „Þetta er öflugt félag, með um 260 iðkendur og er með stærri íþróttafélögum í bænum. Ég keppti sjálfur aldrei í sundi en konan var í sundi og dæturnar hafa verið á sundi frá því í vöggu.“

Eiginkona Ómars er Svava Hrönn Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA), og dætur þeirra eru Þórkatla Björg 13 ára og tvíburarnir Elísabet Anna og Katrín Helga 12 ára.

Ómar starfar einnig í VMA, er kennslustjóri og kennir ensku. „Að vera kennslustjóri felst í því að sjá um ákveðnar námsbrautir, vera nemendum innan handar um val og fylgjast með framvindu námsins þótt nemendurnir beri náttúrlega hitann og þungann að mestu sjálfir.“

Spurður um áhugamál segist hann lesa mikið. „Ég er dottinn ofan í Game of Thrones í augnablikinu, finnst þættirnir góðir en ákvað að lesa bækurnar, þær eru alltaf betri. Ég les sem mest á ensku til að halda mér við.“ Ómar fer líka í sveitina þegar tækifæri gefast sem hann segir vera of sjaldan. „Síðan reyni ég að fylgjast með mínum mönnum í Liverpool og Bristol City, sem bæta manni upp misjafnt gengi þeirra fyrrnefndu undanfarið.“ Golf og veiði ber einnig á góma en aðallega sem útivist, afraksturinn sé ekki til að ræða um.

Ég verð að heiman á afmælisdaginn. Er ekki þannig tekið til orða? Við konan ætlum sem sagt að bregða okkur af bæ,“ segir Ómar en vill ekki gefa upp hvert ferðinni er heitið. „Það þarf ekki að gefa allt upp, ekki það samt að ég haldi að fólk muni elta okkur uppi.“