RÚV Mislukkuð ákvörðun að hringla með veðurfréttirnar.
RÚV Mislukkuð ákvörðun að hringla með veðurfréttirnar. — Morgunblaðið/Kristinn
Veðurfréttir og veðurspár skipta Íslendinga miklu máli eins og nærri má geta. Nútíma tækni gerir fólki kleift að nálgast nýjustu veðurspár hvenær sem er á netinu. Netmiðlarnir hafa lagt mikla áherslu á þennan þátt upplýsingamiðlunar og þar hefur mbl.

Veðurfréttir og veðurspár skipta Íslendinga miklu máli eins og nærri má geta. Nútíma tækni gerir fólki kleift að nálgast nýjustu veðurspár hvenær sem er á netinu. Netmiðlarnir hafa lagt mikla áherslu á þennan þátt upplýsingamiðlunar og þar hefur mbl.is haft ótvíræða forystu að mati ljósvaka dagsins.

Sjónvarpsstöðvarnar hafa um árabil miðlað veðurfréttum og spám. Ríkisútvarpið hefur flutt veðurfréttir frá upphafi og tækniframfarir hafa gert þær aðgengilegri fyrir áhorfandann.

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV upplýsti í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að nú stæði yfir endurskoðun veðurþjónustu fréttastofunnar í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. „Markmiðið er að hugsa veðurþjónustuna heildrænt, efla hana og bæta,“ sagði Rakel.

En eitt getur Rakel gert strax. Að flytja veðurfréttatímann á sinn gamla stað strax á eftir fréttum. Þó íþróttafréttir séu vissulega gott efni, misgott þó, var það fáránleg ráðstöfun að setja þær fram fyrir veðurfréttirnar.

Ef hlutirnar virka vel er óþarfi að breyta þeim.

Það er mottó ljósvaka.

Sigtryggur Sigtryggsson