Hækkun Mest var hækkunin í verslunum Víðis, um 5,2% en minnst í Kjarval, 0,7%.
Hækkun Mest var hækkunin í verslunum Víðis, um 5,2% en minnst í Kjarval, 0,7%. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ASÍ hefur kannað áhrif breytinga á neyslusköttum á verðlag matvara og gefa fyrstu niðurstöður vísbendingar um að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts hafi skilað sér að fullu út í verðlag í flestum verslunum.

ASÍ hefur kannað áhrif breytinga á neyslusköttum á verðlag matvara og gefa fyrstu niðurstöður vísbendingar um að hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts hafi skilað sér að fullu út í verðlag í flestum verslunum. Áhrif afnáms vörugjalda hafi hins vegar enn ekki skilað sér í verðlagið.

Breytingar skili 1-1,5% hækkun

Um áramótin hækkaði lægra þrep virðisaukaskattsins úr 7% í 11% auk þess sem vörugjöld voru afnumin af sykri og sætum matvörum. Að mati verðlagseftirlits ASÍ má áætla að neysluskattsbreytingarnar um áramótin gefi í heild tilefni til um 1,5% hækkunar á matarkörfunni.

Í könnun ASÍ hækkaði matarkarfan mest í versluninni Víði, eða um 5,2%, sem er umtalsvert meiri hækkun en neysluskattsbreytingarnar gefa tilefni til. Minnst hækkaði karfan í versluninni Kjarval, eða um 0,7% frá síðustu mælingu. Í verslunum Bónuss, Krónunnar og Tíu-ellefu nemur hækkun matarkörfunnar 1%-1,7%.