Ný könnun hefur leitt í ljós að um helmingur fullorðinna Japana stundar ekki kynlíf, eða þá mjög sjaldan. Þessi niðurstaða veldur stjórnvöldum í Japan áhyggjum vegna lágrar fæðingartíðni.
Ný könnun hefur leitt í ljós að um helmingur fullorðinna Japana stundar ekki kynlíf, eða þá mjög sjaldan. Þessi niðurstaða veldur stjórnvöldum í Japan áhyggjum vegna lágrar fæðingartíðni. Að meðaltali eignast hver kona aðeins 1,41 barn og það þýðir að íbúunum fækkar. Íbúarnir eru nú rúmar 126 milljónir en um fjórðungur þeirra er 65 ára eða eldri og hlutfall aldraðra hækkar stöðugt. Könnunin leiddi í ljós að 48,3% japanskra karlmanna stunduðu kynlíf í mánuðinum fyrir könnunina og 50,1% japanskra kvenna. Rúm 20% karlmannanna báru því við að þeir ynnu svo mikið að þeir gætu ekki stundað kynlíf sökum þreytu. 24% kvennanna sögðust ekki hafa stundað kynlíf vegna þess að það væri „of erfitt“.