Útreikningar Hagstofunnar sýna að launavísitalan hélst nærri óbreytt í desember síðastliðnum frá fyrri mánuði.

Útreikningar Hagstofunnar sýna að launavísitalan hélst nærri óbreytt í desember síðastliðnum frá fyrri mánuði. Vísitalan hækkaði því frá árslokum 2013 um 6,6% en hún er reiknuð út frá reglulegum launum í hverjum mánuði sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða yfirvinnu.

Sömu gögn sýna að kaupmáttarvísitala launa lækkaði í desember um 0,3% frá fyrri mánuði en á árinu 2014 hækkaði vísitalan um 5,8%.