• Teitur Örlygsson var í aðalhlutverki hjá íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik og skoraði 24 stig þegar það vann óvæntan sigur á Litháen, 111:104, í Laugardalshöll 23. janúar 1992.

Teitur Örlygsson var í aðalhlutverki hjá íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik og skoraði 24 stig þegar það vann óvæntan sigur á Litháen, 111:104, í Laugardalshöll 23. janúar 1992.

• Teitur, sem fæddist 1967, er sjöundi leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 118 leiki. Teitur vann til tíu Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla með Njarðvík 1984-2002, og var fjórum sinnum valinn leikmaður ársins. Hann lék með Larissa í Grikklandi 1996-1997. Sem þjálfari gerði Teitur Stjörnuna að bikarmeistara árin 2009 og 2013 og var annar spilandi þjálfara Njarðvíkur sem varð Íslandsmeistari 2001.