Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson og samherjar í Unicaja Málaga eru enn án stiga í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Þeir sóttu topplið CSKA heim til Moskvu í gærkvöld og áttu aldrei möguleika þar en lokatölur urðu 101:74 fyrir Rússana.

Jón Arnór Stefánsson og samherjar í Unicaja Málaga eru enn án stiga í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Þeir sóttu topplið CSKA heim til Moskvu í gærkvöld og áttu aldrei möguleika þar en lokatölur urðu 101:74 fyrir Rússana. Staðan var 54:41 í hálfleik. Rússarnir gáfu í og staðan var orðin 75:52 eftir þriðja leikhluta. Jón Arnór lék í 12 mínútur, skoraði 4 stig og átti tvær stoðsendingar.

CSKA og gríska liðið Olympiacos eru með fullt hús stiga, Rússarnir eftir fjóra leiki en Grikkirnir eftir þrjá. Tyrkneska liðið Anadolu Efes er með tvo sigra eftir þrjá leiki. Unicaja er eina liðið sem hefur ekki unnið leik en þetta var fjórða tapið í jafnmörgum leikjum. Tíu leikir eru eftir enn því liðin átta í riðlinum spila heima og heiman. vs@mbl.is