Vulnicura, nýjasta breiðskífa Bjarkar sem gefin var út á iTunes í fyrradag eftir að ljóst varð að upptökunum hefði verið lekið á netið, er þegar orðin mest sótta plata iTunes í yfir 30 löndum, þ.ám.
Vulnicura, nýjasta breiðskífa Bjarkar sem gefin var út á iTunes í fyrradag eftir að ljóst varð að upptökunum hefði verið lekið á netið, er þegar orðin mest sótta plata iTunes í yfir 30 löndum, þ.ám. Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Danmörku, Spáni, Suður-Afríku, Svíþjóð og Rússlandi. Vulnicura er nú fáanleg á Íslandi til niðurhals á Tónlist.is. Platan hefur fengið lofsamlega umfjöllun á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum, m.a. dagblöðunum Telegraph og New York Times. Björk segir frá aðdraganda og vinnslu plötunnar á heimasíðu sinni, www.bjork .com. Segir þar m.a. að hún hafi staðið sig að því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg.