Pétur Rúnar Birgisson
Pétur Rúnar Birgisson
Tindastóll varð í gærkvöld fyrsta liðið til að sigra KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik á þessu tímabili. Sauðkrækingar sigruðu, 81:78, á sínum heimavelli og bundu enda á 13 leikja sigurgöngu Vesturbæjarliðsins á tímabilinu.

Tindastóll varð í gærkvöld fyrsta liðið til að sigra KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik á þessu tímabili. Sauðkrækingar sigruðu, 81:78, á sínum heimavelli og bundu enda á 13 leikja sigurgöngu Vesturbæjarliðsins á tímabilinu. Pétur Rúnar Birgisson og Darrel Lewis tryggðu sigurinn með því að skora síðustu fimm stig leiksins á síðustu 27 sekúndunum.

Myron Dempsey skoraði 24 stig fyrir Tindastól og Helgi Már Magnússon 21 fyrir KR, sem þó er áfram með fjögurra stiga forystu í deildinni, er með 26 stig, en Tindastóll er með 22 stig í öðru sætinu.

Nánar um leiki gærkvöldsins á bls. 4 og staðan er á bls. 3. Viðtal við Helga Frey Margeirsson úr Tindastóli er á mbl.is. vs@mbl.is