Sjórinn Mikil útgerð er í Hafnarfirði, bæði stórra togara og minni báta.
Sjórinn Mikil útgerð er í Hafnarfirði, bæði stórra togara og minni báta. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þrátt fyrir verulegan samdrátt í lönduðu magni bolfisks undanfarin ár er Hafnarfjörður áfram einn af stærstu útgerðarstöðum landsins. Þar bárust á land 23.290 tonn af afla á sl. ári sem kemur bænum í 4. sæti á landsvísu.

Þrátt fyrir verulegan samdrátt í lönduðu magni bolfisks undanfarin ár er Hafnarfjörður áfram einn af stærstu útgerðarstöðum landsins. Þar bárust á land 23.290 tonn af afla á sl. ári sem kemur bænum í 4. sæti á landsvísu. Mest eru umsvifin í Reykjavík, þá Grindavík og Vestmannaeyjar eru í þriðja sæti. Hafnarfjörður kemur næst.

Árið 2010 var landað um 50.200 tonnum af bolfiskafla í Hafnarfirði en nú ríflega 50% minna. Helgast þetta m.a. af því að útgerðarstarfsemi Stálskipa hf. var hætt, það er togari þess var seldur svo og aflaheimildir. Að öðru marki skýrist samdrátturinn, segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri, af því að samdráttur hefur orðið í veiðum á karfa á Reykjaneshrygg og grálúðu við Austur-Grænland. Þá koma skip hins þýska fyrirtækis DFFU, sem er í eigu Samherja, ekki í sama mæli og var í íslenskar hafnir.

Frystigeymsla Eimskips við Hafnarfjarðarhöfn er í byggingu og á hún að taka um 10.000 tonn. Hún er byggð með tilliti til þess að aukning hefur orðið í veiðum á uppsjávarfiski sem krefst frystirýmis. sbs@mbl.is