Góður Niclas Ekberg átti frábæran leik fyrir Svíana og skoraði tíu mörk gegn Egyptum.
Góður Niclas Ekberg átti frábæran leik fyrir Svíana og skoraði tíu mörk gegn Egyptum. — AFP
Svíar og Frakkar mætast í úrslitaleik um efsta sætið í C-riðlinum á heimsmeistaramótinu í handknattleik á morgun en fyrir lokaumferðina eru þjóðirnar jafnar með sjö stig í efsta sæti.

Svíar og Frakkar mætast í úrslitaleik um efsta sætið í C-riðlinum á heimsmeistaramótinu í handknattleik á morgun en fyrir lokaumferðina eru þjóðirnar jafnar með sjö stig í efsta sæti.

Svíar töpuðu sínu fyrsta stigi á mótinu þegar þeir gerðu jafntefli við gott lið Egypta, andstæðinga Íslendinga á morgun, en lokatölur í háspennuleik urðu 25:25. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleikinn, 10:10, en í seinni hálfleiknum náðu Egyptar undirtökunum. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og virtust ætla að landa sigri. Egyptar voru 24:20 yfir þegar átta og hálf mínúta var eftir en þá náðu Svíar frábærum leikkafla. Þeir skoruðu fimm mörk í röð og komust yfir en Ahmed Elahmar, besti leikmaður Egypta, tryggði sínum mönnum jafntefli með marki tveimur mínútum fyrir leikslok.

Frakkar unnu sigur á Alsírbúum, 32:26. Frakkar virtust stefna í stórsigur því staðan var 19:12 í hálfleik, þeim í hag. Alsírbúar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn tvívegis í eitt mark, 23:22 og 24:23, en þá gáfu Frakkar í að nýju og innbyrtu sigurinn. gummih@mbl.is