Um sjö prósent íbúa í Hafnarfirði eru erlendir ríkisborgarar. Þrettán prósent barna á leikskólum og tæp tíu prósent í grunnskólum bæjarins eru af erlendum uppruna.

Um sjö prósent íbúa í Hafnarfirði eru erlendir ríkisborgarar. Þrettán prósent barna á leikskólum og tæp tíu prósent í grunnskólum bæjarins eru af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í lokaumfjöllun um Hafnarfjörð í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Rætt er við Edytu Agnieszku Janikula sem annast þjónustu við pólskumælandi fólk á Bókasafni Hafnarfjarðar. Hún rekur einnig lítið hreingerningarfyrirtæki með manni sínum.

Að auki er sagt frá uppbyggingu á Völlunum og í Skarðshlíð, fjallað um íþróttafélagið Hauka og forvitnast um löndun í Hafnarfjarðarhöfn. 22