Einir á tindinum.

Einir á tindinum. S-Enginn

Norður
D6
K3
ÁD942
Á953

Vestur Austur
98752 G103
G107 D984
53 G
K108 D7642

Suður
ÁK4
Á652
K10876
G

Suður spilar 7.

Flest pör Reykjavíkurmótsins spiluðu þrjú grönd, tvö náðu hálfslemmu, en aðeins Örvar Snær Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson komust alla leið á tindinn – í sjö tígla. Þann árangur þökkuðu þeir 300 blaðsíðna kerfi Kanadamannsins Glen Astons (ETM).

Ómar vakti á 1 og Örvar krafði í geim með 1G á móti, sem var um leið fyrsta spurning af mörgum væntanlegum um styrk og skiptingu opnara. Þremur sagnhringjum síðar hafði Ómar teiknað upp skiptinguna 3=4=5=1 og sýnt 15-17 punkta. Þá voru sagnir komnar upp í 3G.

Örvar spurði næst um lykilspil, fékk uppgefin þrjú, og tók þá til við að kemba litina til hliðar. „Suit scan“ (litarskimun) kallar Aston þá nálgun. Byrjað er á lengsta hliðarlit (hjarta hér) og þar neitaði Ómar kóng eða drottningu. En hann játaði á sig spaðakónginn í næsta hring og það dugði Örvari í sjöuna.

„Bara það sem skiptir máli,“ eru einkunnarorð Astons. Sá er fyndinn.