Norðmenn seldu 10,5% meira magn af þorski á síðasta ári en árið 2013. Veiddu þeir alls 475 þúsund tonn og hækkaði verð um 4,9%.

Norðmenn seldu 10,5% meira magn af þorski á síðasta ári en árið 2013. Veiddu þeir alls 475 þúsund tonn og hækkaði verð um 4,9%. Heildarverðmæti útflutningsins fór því úr 112,5 milljörðum íslenskra króna í 130,2 milljarða, sem er nærri því 16% hækkun milli ára. Þá veiddu Norðmenn tæplega 154 þúsund tonn af ufsa , sem er nærri 6 þúsund tonnum meira en árið 2013.

Ýsuafli Norðmanna minnkaði hins vegar milli ára og dróst útflutningur saman á nærri öllum afurðaflokkum hennar nema ferskri óunninni ýsu. Þar jókst útflutningur um 5,7%.